Við hjá Studio Norn bjóðum upp á að færa allskonar myndir og videó yfir á stafrænt form. Fólk situr oft uppi með gamlar upptökur sem gerðar hafa verið á úrelt tæki, en hvort sem það eru VHS spólur, upptökur úr gömlum videóvélum, eða 8mm kvikmyndaupptökur þá getum við fært þetta yfir á t.d. DVD, geisladiska, harðadiska, og/eða USB minnislykla.
Gamlar minningar eru oft í geymslu án þess að fólk geri sér grein fyrir því að t.d. VHS og 8mm spólur eldast illa. Þess vegna getur verið gott að koma þessu yfir á stafrænt form, annað hvort til geymslu eða hreinlega til að geta notið þess í þeim tækjum sem til eru á flestum heimilum nú til dags.
Slite myndir eru yfirfærðar á stafræntform. Fólk getur komið með USB lykla og flakkara sjálft til að spara pening.
Hafðu endilega samband ef þú ert með upptökur sem þú villt láta okkur yfirfæra fyrir þig.
Komdu með tónlistina þína eða myndskeið og við mixum þetta fyrir þig.....
Lestu sögu inn á disk eða USB eða flakkara, sögu sem þú sagðir börnunum þínum og núna eru að segja barnabörnunum áður en það er of seint.. gefðu börnunum þínum þessar sögur í jólagjöf...eða í einhverja tækifærisgjöf.....það er líka hægt að setja tónlist á bakvið....kannski eitthvað sem þú hefur samið...
Við erum í Hátúni 6a 105 Reykjavík S:5889100 og 8577200 fyrir SMS