Studio Norn
Hljóðver
Stúdíó Norn er fullkomið og glæsilegt hljóðver staðsett í Hátúni 6a, 105 Reykjavík.
Hjá okkur er hægt að taka upp allt frá tali, fyrir t.d. hljóðbækur, auglýsingar og fleira, upp í heilu hljómsveitirnar, og allt þar á milli. Við erum í rúmgóðu og glæsilegu húsnæði, höfum hljóðfæri, míkrófona, og önnur tól og tæki sem ættu að gera flesta ánægða, og ekki minnst þekkingu til að leysa það allra mesta.